Tækniumbyltingar í sjávarútvegi – mikilvægt umræðuefni WSC ráðstefnunnar

Þær miklu tækniframfarir og nýsköpun sem er að eiga sér stað í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu eru fordæmalausar og hefur þróunin aldrei verið hraðari. Þrýstingur á nýja tækni til að koma til móts við kröfur neytenda um umhverfis- vernd, rekjanleika og hollustu matvæla, auk fleiri þátta, er mikill í matvælaframleiðslu heimsins. Á undanförnum árum hefur sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi almennt vegnað vel, bæði vegna hag- stæðs gengis gjaldmiðla, hás afurðaverðs og lægri olíukostnaðar. Þetta hefur gefið fyrirtækjum færi á að ráðast í umfangsmiklar fjárfestingar, bæði í útgerð og vinnslu á sjávarafurðum, en einnig í nýsköpun, vöruþróun og betri nýtingu afurða.

Arion banki hefur staðið framarlega í þátttöku í þessari þróun með samstarfi sínu við fyrirtæki í sjávarútvegi og fjármagnað fjölda verkefna sem snúa að henni. Nefna má fjárfestingar í nýsmíði skipa. Ný og fullkomin fiskiskip hafa komið til landsins hvert af öðru að undanförnu, búin fullkomnasta vinnslu- búnaði sem völ er á. Nýsmíði gefur fyrirtækjum færi á að nýta nýjustu tækni í eldsneytisnotkun og allri meðhöndlun á afla, sem leiðir til minni kostnaðar og hærra verðs á afurðum. Ef gróft er á skotið hafa verðmæti hvers kílógrams, sem koma úr hafinu við Ísland, tvöfaldast á síðastliðnum tíu árum. Eftir þessu hefur verið tekið um allan heim.

Aukin umsvif í sjávarútvegi

Aukin umsvif Arion banka í sjávarútvegi hafa að stórum hluta tengst fjármögnun á nýsmíði fiskiskipa og fjármögnun á fullkomnum fiskvinnslum; bæði til vinnslu á uppsjávarfiski, þar sem mun stærri hluti fer nú til manneldis, og fullvinnslu afurða úr bolfiski. Þá hefur bankinn stígið varfærin skref í að fjármagna uppbyggingu á fiskeldi hér á landi, en mikil tækni- þróun hefur átt sér stað í búnaði tengt fiskeldi í heiminum.

Mikilvægur þáttur í starfi okkar hjá Arion banka er að styðja við hverskyns nýsköpun í efnahagslífinu og virkja þannig sköpunarkraftinn sem þar býr. Til viðbótar við að styðja við hefðbundin fyrirtæki í fullum rekstri hefur Arion banki stutt ötullega við nýsköpunarfyrirtæki á undanförnum árum. Bankinn á og rekur viðskiptahraðlana Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík, sem rekinn er í samstarfi við öfluga aðila úr orkugeiranum. Frumkvöðlar sem taka þátt í viðskiptahröðlunum njóta ráðgjafar og leiðsagnar reynslumikilla aðila í þeim tilgangi að gera hugmyndir að veruleika og skapa ný viðskiptatæki- færi. Í gegnum viðskiptahraðlana hefur bankinn fjárfest í 80 sprotafyrirtækjum.

Samstarf við European Investment Fund Arion banki er jafnframt í samstarfi við European Investment Fund um fjármögnun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hyggjast innleiða nýjungar í sinni starfsemi, hvort sem um er að ræða nýjar vörur, ferla eða þjónustu. Tilgangur samstarfsins er að veita fyrirtækjum aðgang að fjármagni á lægri vöxtum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og styðja þannig við nýsköpun og örva atvinnulíf, rannsóknir og þróun.

Nokkuð sem hentar fjölmörgum íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum vel.

 

Arion banki er stoltur aðalsamstarfsaðili World Seafood Congress og hvetur Íslendinga til að kynna sér dagskrá þessarar tímamótaráðstefnu.

 

Nýsköpun og rannsóknir kosta verulega fjármuni og taka tíma. Þar þurfa margir að koma að. Sjávarútvegurinn nýtur góðs af samstarfi við fyrirtæki á borð við Marel og Matís og auðvitað koma þar fleiri að með þekkingu og hugvit. Til þess að þetta sé allt saman hægt þarf fjármagn því langtímaskuldbindingar í nýsköpun og rannsóknum kosta verulega fjármuni. Þar kemur Arion banki að sem öflugur bakhjarl íslenskra og erlendra sjávarútvegsfyrirtækja.

Hjá Arion banka starfar fjöldi fólks við að þjónusta fyrirtæki í sjávarútvegi, ásamt fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum. Víða í bankanum er því þekking og skilningur á starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja en á fyrirtækjasviði bankans er rekið sérstakt teymi sérfræðinga sem hefur sérhæft sig í þjónustu við stærri sjávarútvegsfyrirtæki. Þetta gefur færi á að auka sérhæfingu á þessu sviði sem gerir starfsfólki kleift að setja sig betur inn í starfsemi fyrirtækjanna og skilja þannig þarfir og rekstur betur. Teymið er skipað sérfræðingum með menntun á þessu sviði og víðtæka reynslu og bakgrunn úr sjávarútvegi.

Þekking og skilningur á starfsemi fyrirtækjanna er grundvöllur farsælla viðskipta milli bankans og fyrirtækja í sjávarútvegi.

Dagskrá WSC.